top of page
Image by Pierre Bouillot

FAGRÁÐGJÖF

Við sérhæfum okkur í ráðgjöf varðandi jafnlauna- og gæðakerfi

  • Hvað er Jafnlaunavottun?
    Jafnlaunavottun: Er skv. 150/2020: Lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, skrifleg yfirlýsing vottunaraðila sem veitt er með jafnlaunavottunarskírteini, að undangenginni úttekt hans á jafnlaunakerfi fyrirtækis eða stofnunar, um að jafnlaunakerfið og framkvæmd þess uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012.
  • Hvað er Jafnlaunastaðfesting?
    Jafnlaunastaðfesting: Er skv. 150/2020: Lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, staðfesting Jafnréttisstofu sem veitt er fyrirtæki eða stofnun þar sem 25–49 starfa að jafnaði á ársgrundvelli að undangengnum skilum fyrirtækisins eða stofnunarinnar á gögnum um að jafnlaunakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar og framkvæmd þess uppfylli kröfur 2. mgr. 8. gr.
  • Hvaða fyrirtæki eða stofnanir þurfa að öðlast Jafnlaunavottun?
    Fyrirtæki eða stofnun þar sem 25 eða fleiri starfa að jafnaði á ársgrundvelli skal öðlast jafnlaunavottun að undangenginni úttekt vottunaraðila á jafnlaunakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem staðfestir að jafnlaunakerfið og framkvæmd þess uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 skv. 150/2020: Lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
  • Hvenær þurfa fyrirtæki eða stofnanir að hafa öðlast vottun?
    Skv. breytingu á reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðlsins ÍST 85 skulu: Fyrirtæki og stofnanir þar sem 250 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skulu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2019. Fyrirtæki og stofnanir þar sem 150–249 starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2020. Fyrirtæki og stofnanir þar sem 90–149 starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skulu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2021. Fyrirtæki og stofnanir þar sem 25–89 starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skulu hafa öðlast vottun eigi síðar en 31. desember 2022. Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skulu hafa öðlast vottun eigi síðar 31. desember 2019.
  • Hverjir eru vottunaraðilar?
    Skv. vef Jafnréttisstofu hafa eftirtaldir aðilar tímabundið leyfi til að framkvæma úttektir og votta jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana samkvæmt staðlinum ÍST 85, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 1030/2017: BSI Group The Netherlands B.V. iCert ehf. Versa vottun ehf. Vottun hf.
CONTACT
Image by Lance Anderson

HAFÐU SAMBAND VIÐ OKKUR

Fagráðgjöf

Email: info@fagradgjof.is
Sími: 693-3905

Ef þú vilt panta tíma hjá okkur eða hefur einhverjar spurningar endilega sendu okkur skilaboð.

Takk fyrir að senda okkur skilaboð! Við munum hafa samband eins fljótt og auðið er.

© 2023 Fagráðgjöf

Fagráðgjöf ehf.

Kópavogur, Ísland

kt. 631019-0480

bottom of page